Alvotech tvöfaldar hátæknisetur sitt

Það var hvorki sjálf­gefið né auðvelt, í miðjum gjald­eyr­is­höft­um árið 2013, að taka ákvörðun um að byggja fyr­ir­tækið Al­votech upp á Íslandi.

Eft­ir ít­ar­lega skoðun á mörg­um kost­um var það að lok­um ákvörðun stjórn­enda að fyr­ir­tækið skyldi starfrækt hér á landi. Það er því ein­stak­lega ánægju­legt, nú sjö árum seinna, að tvö­falda aðstöðuna á Íslandi og gera fyr­ir­tækið þannig í stakk búið til að markaðssetja fyrstu líf­tækni­lyfin á alþjóða vettvangi.

Fyrstu skóflustungur vegna viðbyggingar við hátæknisetur Alvotech í Vatnsmýri voru teknar 30. desember 2020. Róbert Wessman, stjórnarformaður fyrirtækisins, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands tóku fyrstu skóflustungur ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum tengdum verkefninu.

Viðbyggingin sem verður 12.500 m² fer nærri að tvöfalda núverandi húsakynni Alvotech í Vatnsmýri. Áætluð verklok eru í lok árs 2022.

„Það er einstaklega ánægjulegt að ljúka þessu erfiða ári sem einkenndist af baráttunni við Covid-19 veiruna með svona jákvæðu skrefi við uppbyggingu fyrirtækisins til framtíðar,“ sagði Róbert Wessman.

Mun hýsa þróun líftæknilyfja

Stækkun setursins er framhald á þeirri vegferð sem hófst árið 2013 með stofnun Alvotech en skömmu síðar hófst bygging hátækniseturs fyrirtækisins í Vatnsmýri. Viðbyggingin mun meðal annars hýsa lyfjaþróun, áfyllingu lyfja, skrifstofur og vöruhús auk þess sem líftæknisvið Háskóla Íslands verður þar með aðstöðu og mun þannig eiga áfram í öflugu samstarfi við Alvotech. Aðstaðan mun gera Háskólanum kleift að efla enn frekar meistaranám í iðnaðarlíftækni og gefa fleiri nemum kost á starfsnámi hjá Alvotech á meðan á námi stendur.