Fyrirtækin

Starfsemin

Róbert Wessman leiðir fjárfestingafélagið Aztiq. Aztiq er virkur langtímafjárfestir hérlendis sem erlendis, meðal annars í fasteignum, lyfjaiðnaði, menningarauði og samfélagsverkefnum. Aðaláhersla Aztiq eru fjárfestingar í lyfja- og heilsutengdum fyrirtækjum. Stærstu eignir Aztiq eru í lyfjafyrirtækjunum Alvogen, Alvotech, Lotus, Almatica og Adalvo. Markmið Aztiq er að auka aðgengi fólks að lyfjum og heilsutengdri þjónustu um allan heim óháð efnahag fólks.

Fyrirtækin

Róbert Wessman setti sér það markmið snemma á lífsleiðinni að byggja upp þrjú alþjóðleg fyrirtæki áður en hann næði fimmtíu ára aldri. Því markmiði náði hann (Actavis, Alvogen og Alvotech). Vegferð hans heldur áfram í gegnum fjárfestingar Aztiq sem auka eiginfjárvöxt um leið og þær færa fólki um allan heim hágæðalyf á lægra verði.