Ástríðan

Sem frumkvöðull og stofnandi alþjóðlegra fyrirtækja er Róbert einnig virkur stuðningsaðili þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin starfa, bæði heima á Íslandi og víða um heim.

Ræturnar

Þótt fyrirtækin hans starfi um heim allan er Róbert stoltur Íslendingur og stuðningsaðili íslensks atvinnulífs. Frá stofnun Alvotech hefur alltaf legið fyrir í huga Róberts að staðsetja þetta framsækna fyrirtæki í hjarta Reykjavíkur.

Það var hvorki augljós né auðveld ákvörðun að staðsetja fyrirtækið á Íslandi en það er með þessum hætti sem við byggjum upp þekkingu, ekki aðeins fyrir Alvotech, heldur fyrir samfélagið í heild sinni.

Róbert Wessman

Með stuðningi borgaryfirvalda og Háskóla Íslands tryggði Alvotech sér lóð beint á móti háskólanum, þar sem Róbert lauk námi, og varð þar með einn af lykilaðilum í uppbyggingu nýs vísindagarðs í Reykjavík.

Í dag hýsa höfuðstöðvar Alvotech samþætta starfsemi á sviði þróunar og framleiðslu líftæknilyfja, sem dreifist á tvö hús og 27000 fermetra. Meira en 800 af rúmlega 1000 starfsmönnum fyrirtækisins, sem koma frá yfir 60 löndum, starfa í Reykjavík. Með þessum kjarna þekkingar og sérfræðikunnáttu í nýrri atvinnugrein hér á landi býður Alvotech einnig upp á aðstöðu og þjálfun fyrir nemendur og vísindamenn við iðn- og líftæknideild Háskóla Íslands auk atvinnutækifæra fyrir útskrifaða nemendur.

Samfélag

Róbert og hans fyrirtæki hafa lagt sig fram við að leggja nærsamfélaginu lið bæði á Íslandi og annars staðar. Fyrir utan eigið frumkvæði og verkefni sem fyrirtæki hans hafa stutt hefur Róbert ávallt hvatt starfsfólk sitt til að styðja málefni sem eru þeim kær og veitt mótframlög til að hámarka áhrif þeirrar þátttöku. Meðal helstu málefna, verkefna og hópa sem Róbert, fyrirtæki hans og samstarfsfólk hafa stutt eru:

Íþróttir

Knattspyrna og körfubolti

Þrátt fyrir að knattspyrnuferill Róberts hafi fljótt tekið enda vegna áhuga og árangurs í dansi hefur Róbert ásamt Alvotech og Alvogen lengi stutt uppeldisfélagið KR í Reykjavík. Stuðningurinn hefur sérstaklega beinst að starfi yngri flokka í knattspyrnu og körfubolta. Aztiq er að sama skapi meginstyrktaraðili knattspyrnudeildar Aftureldingar í gamla heimabænum Mosfellsbæ. 

Hjólreiðar

Sem ástríðurfullur hjólreiðamaður þá hefur Róbert ásamt fyrirtækjum sínum lengi stutt við öflugt og stækkandi samfélag hjólreiða á Íslandi. Alvotech hefur tekið við af Alvogen sem helsti styrktaraðili Hjólreiðafélags Reykjavíkur, og styðjur þannig við þjálfun ungmenna og sérstaka viðburði félagsins til viðbótar við hjólreiðafélag Alvotech.

Börn og ungmenni

UNICEF

Bæði Alvogen og Alvotech hafa um árabil verið stuðningsaðilar UNICEF og stutt fjölmörg verkefni undir merkjum „Better Planet“, áætlunar fyrirtækjanna um heilbrigði og félagslegt valdeflingarstarf. Meðal verkefna sem hlotið hafa stuðning er COVAX-verkefni UNICEF, alþjóðlegt bólusetningarátak gegn COVID-19.

Vitundarvakning um lesblindu

Barátta Róberts við lesblindu varð til þess að Alvotech styrkti heimildarmyndina Lesblinda eftir Sylvíu Erlu Melsteð. Myndin inniheldur viðtöl við sérfræðinga á þessu sviði auk frásagna fjölmargra einstaklinga af þeim áskorunum sem fylgja lesblindu og sögur af árangri þeirra.

Konur

UN Women

Starfsfólk Alvotech hefur ítrekað lagt fram veruleg framlög til Íslandsdeildar UN Women sem fyrirtækið hefur jafnað með mótframlagi. Fjármunirnir hafa einkum verið ætlaðir til stuðnings konum á flótta frá Úkraínu og fjölskyldum þeirra.

Reykjavik Global

Alvotech er stoltur styrktaraðili hinnar árlegu ráðstefnu leiðtogaráðstefnu kvenna Reykjavik Global.

Krabbamein

Alvotech er stoltur bakhjarl Krafts, stuðningsnets fyrir ungt fólk á aldrinum 18–40 ára sem greinst hefur með krabbamein. Margir sjúklingar í þessum aldurshópi eru einnig foreldrar og hjálpar hópurinn þeim vegna veikinda og lyfjakostnaðar ásamt því að halda sér í formi og tengjast öðrum sem eru í sömu erfiðu aðstæðum. Hópurinn hjá Krafti hefur haldið erindi hjá Alvotech, þar sem starfsfólkið, sem að stórum hluta er í sama aldurshópi, hefur jafnframt stutt við starfsemi samtakanna.

Nýsköpun

Fruman

Í byrjun árs 2025 tilkynnti Alvotech um stofnun Frumunnar sem er ný miðstöð líftækni á Íslandi og vettvangur þar sem sprotafyrirtæki, fræðasamfélagið og líftækniiðnaðurinn sameinast í kraftmiklu samstarfi til að skapa framtíð líftækni á Íslandi.

Innovation Week

Siðastliðin fjögur ár hefur Alvotech verið styrktaraðili Reykjavik Innovation Week, sem er árlegur viðburður sprotafyrirtækja á Íslandi og sameinar frumkvöðla, fjárfesta og allt það hæfileikafólk sem við það fæst.

Mannúðaraðstoð

Einn af styrkleikum Alvotech sem fyrirtækis er fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks þess. Þar sem starfsfólk fyrirtækisins kemur frá meira en 60 löndum geta ýmsir atburðir snert marga beint, jafnvel þótt þær eigi sér stað langt frá Íslandi. Róbert hefur ávallt lagt áherslu á að styðja við málefni og fjáröflunarátak samstarfsfólks síns og Alvotech hefur skapað hefð fyrir því að jafna framlög starfsmanna með mótframlagi. Slík framlög hafa runnið til fjölda landa til að styðja við íbúa á erfiðum tímum neyðar.

Fjölskylda

Róbert og Ksenia eiginkona hans eiga saman sex börn á öllum aldri. Heimilið er líflegt og fjölbreytt, þar eru töluð fjögur tungumál og fjölskyldan deilir áhugamálum og daglegum athöfnum sem spanna allt frá veiðum og fótbolta til búskapar, tísku og fjármála.

List

Róbert hefur safnað list í meira en 20 ár og þegar aðstaða Alvotech í Reykjavík var hönnuð lét hann smíða tvö stór verk eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann sem ramma inn framhlið og inngang hússins.

Höfuðstöðvar Alvotech eru skreyttar verkum úr safni Róberts, þar á meðal mörgum eftir hinn þekkta íslenska myndlistarmann Erró. Á Menningarnótt í Reykjavík hefur fyrirtækið boðið almenningi að skoða þessi verk og hlýða á fyrirlestra listamanna, listfræðinga og stjórnendur listagallería.

Víngerð

Róbert og Ksenia deila ástríðu fyrir víni og víngerð sem þau höfðu lengi vonast til að geta fengist við. Eftir margra ára leit fundu þau loksins það sem þau leituðu að í Château de Saint-Cernin sem reist var á 12. öld og er staðsett í Bergerac-héraði í suðurhluta Frakklands. Château de Saint-Cernin hefur framleitt vín öldum saman á einstökum smáræktunarspildum.

Í þeim tilgangi að stuðla að blómlegu samfélagi á svæðinu ákváðu hjónin að endurlífga og endurskapa forna víngerðarhefð þess. Með útgáfu kampavínsins Wessman One og vínanna N°1 Saint-Cernin Rouge og N°1 Saint-Cernin Blanc eru ávextir þeirrar vinnu nú orðnir öllum aðgengilegir.