Alvogen einstakt dæmi um vöxt fyrirtækja

Alvogen var viðfangsefni sögugreiningar (business case study) á vegum Harvard University, einnar þekktustu og virtustu menntastofnunar heims. Greiningin var fyrst kynnt í Columbia Business School í New York í desember 2015 og hefur verið kennd sem hluti af MBA námi við Harvard.

Greiningin á sögu Alvogen hefur einnig verið kennd í viðskiptanámi annarra leiðandi háskóla víða um heim.

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvogen, var viðstaddur kynninguna í Columbia háskólanum og gafst færi á að svara spurningum nemenda.

Dan Isenberg, höfundur nýju Harvard greiningarinnar á Alvogen, segir að saga Alvogen sé einstakt dæmi um það að stækka fyrirtæki frá hugmyndastigi („krot-á-bréfþurrkur stiginu“) upp í að gera sig gildandi á heimsvísu eftir aðeins örfá ár. „Þetta veitir því aðra sýn heldur þau dæmi sem við heyrum oftast um. Marga af nemendum okkar þyrstir í dæmi um mikinn og hraðan vöxt í sérhæfðum markaðsgeirum á borð við lyfjaframleiðslu, landbúnað, matvælaframleiðslu, fjölmiðla, byggingariðnað, fjármálaþjónustu og svo framvegis. Alvogen greiningin gefur okkur öllum óvenjulegt og framúrskarandi tækifæri til að melta og leiða af gagnlega þekkingarmola sem við getum öll nýtt þegar kemur að vexti fyrirtækja.“

Sigurformúla Róberts Wessman og Actavis

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Róbert Wessman er viðfangsefni greiningar hjá Harvard. Árið 2007 kynnti Harvard sögugreininguna „Róbert Wessman and Actavis' winning formula“. Sú greining hefur verið kennd í mörgum virtum viðskiptaháskólum víða um heim, þar á meðal í Columbia, Harvard og Babson.

Mikill heiður

„Ég er mjög stoltur af því sem Alvogen hefur afrekað á undanförnum árum“ sagði Róbert Wessman. „Það að vera viðfangsefni í sögugreiningu Harvard er mikill heiður og viðkurkenning á framúrskarandi árangri alls Alvogen teymisins. Þetta veitir okkur innblástur til að halda okkur að verki og feta áfram sömu braut.“