Ástandið í Úkraínu lætur engan ósnortinn og í fjölþjóðlegu starfsumhverfi Alvotech ríkir mikil samkennd með samstarfsfólki frá Úkraínu og öllum sem þjást vegna þessara hörmulegu atburða.
Stjórnarformaður Alvotech, Róbert Wessman, hefur ákveðið að Alvotech myndi leggja UNICEF til fimm milljónir króna til hjálparstarfs í Úkraínu. Þá greiddi Alvogen fimm milljónir króna til UNICEF og Róbert Wessman og fjölskylda lögðu persónulega til fimm milljónir króna. Samanlagt framlag fyrirtækjanna og Róberts eru því 15 milljónir króna.
Jafnframt tóku starfsmenn Alvotech sig saman og söfnuðu fjármunum til hjálparstarfsins og fyrirtækið lagði fram sömu fjárhæð á móti. Að ósk úkraínskra starfsmanna fyrirtækisins var ákveðið að söfnunarféð sem nemur samtals rúmum 6 milljónum króna, myndi renna til UN Women.
Starfsfólk Alvotech er fullt þakklætis í garð starfsfólks hjálparsamtaka sem leggur mikið á sig til að til að lina þjáningar og veita nauðsynjar. Það var með djúpri virðingu og þakklæti sem styrkirnir voru afhentir í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýri.
UN Women vinnur að ráðgjöf og aðstoð við móttöku fólks á flótta með kvenmiðaða neyðaraðstoð að leiðarljósi. Samtökin vinna að því að þörfum allra kvenna sé mætt og öryggi þeirra tryggt, leggja áherslu á heilbrigðisþjónustu sem nær til sérstakra þarfa kvenna og veita þolendum kynbundins ofbeldis aðstoð og þjónustu.