Aztiq Pharma Partners hefur lokið fjármögnun upp á 12,4 milljarða króna (100 milljóna Bandaríkjadala). Fjarmagnið er notað til að fjárfesta frekar í Alvogen í Bandaríkjunum. Það var bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley sem hafði umsjón með fjármögnuninni og tóku alþjóðlegir fagfjárfestar þátt í henni.
Árið 2017 útvíkkaði Alvogen í Bandaríkjunum starfsemi sína og stofnaði Almatica Pharma. Almatica leggur höfuðáherslu á að þróa, framleiða og markaðssetja ný tauga-og geðlyf með verkun á miðtaugakerfið. Lyf Almatica mæta þörfum sjúklinga sem núverandi lyf á markaði gera ekki. Markmiðið er að auka aðgengi sjúklinga að nýjum lyfjum sem bæta heilsu þeirra og líðan.
Fjármagnið sem nú kom inn nýtti Aztiq í að kaupa 17% hlut í Alvogen í Bandaríkjunum á gengi sem jafngildir því að eiginfjárvirði fyrirtækisins fyrir aukninguna hafi verið 43 milljarðar króna (350 milljónir Bandaríkjadala).