Kraftur kvenna

Kraftur kvenna

90% af hagnaði Alvogen á heimsvísu kemur frá markaðssvæðum sem eru á ábyrgð kvenna.

Í mínum huga hlýtur hvert einasta framsækna og árangursríka fyrirtæki, óháð fagsviði, að velja sér starfskrafta byggt á reynslu, persónuleika og menntun. Árangursrík fyrirtæki velja starfskrafta eftir eigin verðleikum. Til dæmis hefur verið sýnt fram á það í fjölmörgum rannsóknum, birtum í virtum fagtímaritum á borð við Wall Street Journal og Harvard Business Review, að konur í stjórnunarhlutverkum skila jafn góðum eða betri rekstrarniðurstöðum horft til ávöxtunar eigin fjár, hagnaðar af sölu og ávöxtunar hlutafjár. Að auki hafa stjórnunarrannsóknir sýnt að konur eru líklegri til að ýta undir vöxt annarra í kringum sig og styrkja samstarf á vinnustaðnum.

Margir af bestu vísindamönnum, stjórnendum og framkvæmdastjórum Alvogen eru konur. Alvogen er eitt af þeim samheitalyfjafyrirtækjum sem vaxa hraðast á heimsvísu. Skýrar áherslur okkar á vöruframboð, gæði, þjónustu og fólk eru lykilþættirnir að baki árangri okkar.

„Ég er sérlega stoltur af því hvað teymi okkar er hæfileikaríkt og fjölbreytt.“

Róbert Wessman

Í dag eru mörg af okkar lykilmarkaðssvæðum á ábyrgð kvenna. Þar á meðal eru Bandaríkin með rúmlega 50% af sölutekjum okkar og Kórea sem er okkar stærsti Asíumarkaður, auk markaðsstarfs okkar í Rúmeníu, Króatíu, Serbíu, Albaníu og á Íslandi, svo nokkur lönd séu nefnd. Ýmis stoðsvið sem eru stýrð af kröftugum konum, þar á meðal reglufylgni, þjónusta við lækningar, þjónusta við viðskiptavini og mannauðsstjórn styðja einnig við hraðan vöxt okkar. Í raun bera konur í dag ábyrgð á markaðssvæðum sem skila rúmlega 90% af hagnaði Alvogen.

„Einstakur samruni framúrskarandi starfsanda, vandlega valinna teyma og virðingu fyrir hverju öðru óháð kyni hefur gert okkur að einu þeirra fyrirtækja sem vaxa hvað hraðast í heiminum.“

Róbert Wessman