90% af hagnaði Alvogen á heimsvísu kemur frá markaðssvæðum sem eru á ábyrgð kvenna.
Í mínum huga hlýtur hvert einasta framsækna og árangursríka fyrirtæki, óháð fagsviði, að velja sér starfskrafta byggt á reynslu, persónuleika og menntun. Árangursrík fyrirtæki velja starfskrafta eftir eigin verðleikum. Til dæmis hefur verið sýnt fram á það í fjölmörgum rannsóknum, birtum í virtum fagtímaritum á borð við Wall Street Journal og Harvard Business Review, að konur í stjórnunarhlutverkum skila jafn góðum eða betri rekstrarniðurstöðum horft til ávöxtunar eigin fjár, hagnaðar af sölu og ávöxtunar hlutafjár. Að auki hafa stjórnunarrannsóknir sýnt að konur eru líklegri til að ýta undir vöxt annarra í kringum sig og styrkja samstarf á vinnustaðnum.
Margir af bestu vísindamönnum, stjórnendum og framkvæmdastjórum Alvogen eru konur. Alvogen er eitt af þeim samheitalyfjafyrirtækjum sem vaxa hraðast á heimsvísu. Skýrar áherslur okkar á vöruframboð, gæði, þjónustu og fólk eru lykilþættirnir að baki árangri okkar.