Árangur Lotus er drifinn áfram að einstaklega vel heppnaðri sölu og markaðssetningu á nýju lyfi í Bandaríkjunum og áframhaldandi vexti á lykilmörkuðum í Asíu, Evrópu og Suður Ameríku. Félagið selur nú til u.þ.b. 90 markaða.
Lotus er ein af lykilfjárfestingum í eignasafni Aztiq og hefur verið byggt upp síðastliðin 10 ár af lykilstjórnendum Aztiq.
Lykiltölur fyrstu 9 mánuði ársins 2022
- Heildartekjur USD 390 m – ISK 57 milljarðar
- Hagnaður eftir skatta – USD 97.1 m – ISK 14.2 milljarðar
- EBIDTA framlegð – USD 156.1 m – ISK 22.8 milljarðar
- Markaðsvirði félagsins 10. nóvember 2022 nam USD 1.437 b – ISK 210 milljarðar