Lotus tilkynnir besta ársfjórðung í sögu félagsins

Árangur Lotus er drifinn áfram að einstaklega vel heppnaðri sölu og markaðssetningu á nýju lyfi í Bandaríkjunum og áframhaldandi vexti á lykilmörkuðum í Asíu, Evrópu og Suður Ameríku. Félagið selur nú til u.þ.b. 90 markaða.

Lotus er ein af lykilfjárfestingum í eignasafni Aztiq og hefur verið byggt upp síðastliðin 10 ár af lykilstjórnendum Aztiq.

Lykiltölur fyrstu 9 mánuði ársins 2022

- Heildartekjur USD 390 m – ISK 57 milljarðar
- Hagnaður eftir skatta – USD 97.1 m – ISK 14.2 milljarðar
- EBIDTA framlegð – USD 156.1 m – ISK 22.8 milljarðar
- Markaðsvirði félagsins 10. nóvember 2022 nam USD 1.437 b – ISK 210 milljarðar

Lotus Pharmaceutical(1795:TT), alþjóðlegt lyfjafyrirtæki skráð í Kauphöllinni í Taívan, hefur tilkynnt fjárhagsuppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2022 sem lauk 30. september 2022.

Fram kemur í tilkynningu frá Lotus að ársfjórðungurinn sé sá besti í sögu félagsins. Hagnaðurinn er að mestu til kominn vegna einstaklega velheppnaðrar markaðssetningu og sölu á lyfinu Lenalidomide (samheitalyf Revlimid) í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr í sögu Lotus hefur eitt lyf náð eins víðtækri og mikilli sölu og Lenalidomide. Nettó sala Lotus nam NT$ 5.389 eða um það bil 25 milljörðum króna sem er aukning um 85,2% milli ársfjórðunga og 76,3% aukning milli ára.

Róbert Wessman, stjórnarformaður Lotus, segist hafa fulla trú á að starfsfólk Lotus muni halda áfram því frábæra starfi sem það hefur sinnt að undanförnu og að fyrirtækið muni halda áfram að vaxa og ná frekari árangri á sviði krabbameinslækninga.

Þessi árangur mun örugglega leiða til arðbærasta árs í sögu Lotus. Með sölu og markaðssetningu Lenalidomine í Bandaríkjunum, sem er stærsti lyfjamarkaður í heimi, og með því að vera fyrst inn á markað með lyfið í Brasilíu, hefur Lotus náð stórum áfanga á þeirri vegferð sinni að verða leiðandi samstarfsaðili í sölu og markaðssetningu krabbameinslyfja um allan heim.

Róbert Wessman, stjórnarformaður Lotus

Viðskipti í Asíu héldu einnig áfram að vaxa þriðja ársfjórðunginn í röð, fór upp um 3,2% frá síðasta ársfjórðungi og um 10,8% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Sala á lykil vörumerkjum jókst, þar á meðal í Kóreu, Taívan og Tælandi. Útflutningstekjur skýra að mestu þann mikla hagnað og vöxt sem einkennir þriðja ársfjórðung. Þar skiptu mestu fyrrgreind sala og markaðssetning á Lenalidomine í Bandaríkjunum en einnig salan á lyfinu í Brasilíu sem er stærsti markaðurinn í Rómönsku Ameríku.

Útflutningstekjur fyrirtækisins jukust um 245% miðað við síðasta ársfjórðung og um 183% sé miðað við sama tímabil í fyrra. Framlegð jókst einnig og hækkaði um 67,9% og rekstrarhagnaður jókst um 353% og nam 2.641 milljón NT$ eða um rúmlega 12 milljarða króna.

Lotus hyggst á frekari landvinninga með vörur sínar.

Petar Vazharov, forstjóri Lotus segir að fyrirtækið hyggist halda áfram að koma vörum sínum á markað í Bandaríkjunum.

Nýlegt bráðabirgðaleyfi á almennu Midostaurin gelhylkjum frá bandaríska lyfjaeftirlitinu, FDA, er vitnisburður um það.

Lotus telur líklegt að samheitalyfið verði fyrst á markað eftir að einkaleyfi lyfsins rennur út. Petar segir að annar mikilvægur áfangi hafi náðst þegar Lenalidomide var samþykkt í Japan í þessum ársfjórðungi.

Það sama er uppi á teningnum Japan, Lotus hyggst á frekari landvinninga með vörur sínar í Japan. Árangur okkar síðast liðin ár veitir okkur byr undir báða vængi og tryggir okkur fjármagn til að þróa og fjárfesta í nýjum vörum, leita eftir nýjum samstarfsaðilum og á sama tíma skila hluthöfum okkar ávöxtun. Við teljum að þessi árangur nú sé upphafið að nýjum vaxtarkafla í sögu Lotus.

Petar Vazharov, forstjóri Lotus

Um Lotus

Lotus er samheitalyfjafyrirtæki á alþjóðamarkaði og er stærsta lyfjafyrirtækið á aðallista kauphallar Taívan. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu hágæða krabbameinslyfja og sérfræðisamheitalyfja. Framleiðslu- og þróunaraðstaða Lotus er sú besta sem fyrirfinnst í Taívan og Kóreu. Fyrir utan sérhæfingu í framleiðslu krabbameinslyfja framleiðir fyrirtækið samheitalyf við hjarta- og æðasjúkdómum auk annarra lyfja.

Fyrirtækið er með fleiri en 100 vel valin lyfjaverkefni í þróun og skráningu í Asíu og Bandaríkjunum og meira en 250 markaðssettar vörur.

Leiðandi hluthafi í Lotus er Aztiq II HoldCo sem er félag í eigu Aztiq og PPT. Nánari upplýsingar um árshlutauppgjör Lotus og aðrar fréttir félagsins má finna á fréttasíðu þess á ensku.