Alvotech og Alvogen gefa 100 þúsund Bandaríkjadali til UNICEF í baráttunni við COVID-19
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech og forstjóri Alvogen, skrifuðu í gær undir samstarfssamning þess efnis að fyrirtækin gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. Stuðningurinn verður nýttur í þátttöku samtakanna í COVAX-samstarfinu þar sem UNICEF gegnir lykilhlutverki í að koma bóluefnum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja.
„Það hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur hjá Alvo-fyrirtækjunum að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og fellur einstaklega vel að því hlutverki okkar að bæta líf og heilsu einstaklinga út um allan heim og auka aðgengi að hágæða lyfjum, óháð búsetu og efnahag,“ sagði Róbert við undirritun samningsins.