Fyrirtækjaþjónusta

Nýtt vörumerki í B2B

Adalvo starfsfólk

Við erum spennt að kynna, fyrir hönd Alvogen og Alvotech, nýtt vörumerki og ásýnd B2B fyrirtækjaþjónustu okkar, Adalvo. Þjónusta okkar við fyrirtæki hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og við undirrituðum til dæmis rúmlega 100 endursölusamninga við alþjóðlega samstarfsaðila á árinu 2019.

Ný ásýnd er hönnuð til þess að styðja vöxt okkar á þessu sviði. Nafnið Adalvo endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda afburðagæðum á þjónustu okkar og vörum.

Fyrri hluti nafnsins, ad, kemur úr latínu og merkir „til“. Orðið alvo kemur úr portúgölsku og þýðir „markmið“ eða „skotmark“.

Alltaf markviss

Gildi Adalvo eru snjöll samskipti, þrautseigja og að vera markviss í allri okkar þjónustu. Ástríða okkar fyrir því að bæta stöðugt viðskiptanetið sem við þjónustum er drifkraftur Adalvo.

Yfirlýst markmið Adalvo er að bæta líf sjúklinga um allan heim, knúin af snjöllu samstarfsneti okkar og þeirri skuldbindingu að veita samstarfsaðilum okkar afburðavörur og þjónustu. Við hjá Adalvo erum full tilhlökkunar að byggja áfram velgengni samsteypunnar í B2B fyrirtækjaþjónustu.