Róbert Wessman, eigandi Maison Wessman, hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru Vignoble des Verdots auk verslunarhúsnæðis í Saint-Cernin-de-Labarde í Frakklandi. David Fourtout, fyrrverandi eigandi Vignoble des Verdots og Róbert Wessman undirrituðu í vikunni kaupsamning á Maison Wessman í Périgord í Frakklandi. Með kaupunum verður til öflugt safn eðalvína frá svæðinu og styður vöxt Maison Wessman sem og Vignoble de Verdots í Frakklandi og á alþjóðavettvangi.
Verdots-víngarðurinn er í Conne-de-Labarde, á landi sem er að mestu úr leir, kalksteini og tinnu. Vignoble des Verdots er þekkt fyrir gæði vínanna. Á 18 hekturum hafa verið gróðursettar hvítu þrúgutegundirnar Sémillon, Sauvignon Blanc og Sauvignon Gris et Muscadelle og á um 26 hektarar hafa verið gróðursettir með rauðum afbrigðum Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Malbec. Öll framleiðsla Vignoble des Verdors eru sjálfbær en um 150.000 flöskur af Clos des Verdots, Château Les Tours des Verdots og Grand Vin „Les Verdots“ voru framleiddar þar árið 2020.